miércoles, mayo 24, 2006

sannkölluð þreyta

er bara lúin, svei mér þá! Sit heimavið og vinn í tölvunni og nota færið á að kvarta og kveina yfir andlegri og líkamlegri þreytu. Síðasta nótt háði líkaminn við iðrarkveisu sem er miður skemmtileg þrótt. Undir morgun var sami stíll á dömunni og gerðist hún svo hugrökk að fá sér kaffi. Já og þótti bara gott.

Minn heittelskaði maki fór árla og kvaddi með kossi þar sem för hans er heitið til Brasilíu, land gósen í gimsteinum og gulli. Hann fór vegna starfans og vonast ég til að allt gangi honum í hag þessum blessaða lífsbjarma mínum.

Börnin mín jafn nauðsynleg og þau eiga að vera og Skuggi nýjasti ættleiddi vinurinn okkar, fjórfætlingur er kúkar inn og þykir flott. Skuggi er sætur voffalíus sem fær vonandi að láta ljós sitt skína eftir myndatöku .... á næstu dögum. Hann kom baðaður og fínn með nesti og sjampó í poka. Hreinlætið er ekki síður mikilvægt hjá fjórfætlingum þessa heims og verður spennandi að hafa hann á heimilinu barnanna vegna fram á næsta laugardag.

Það líður frá manni þreytan og innkaupaferð er framundan. Það þarf að versla kex fyrir skólann, djús og mjólk og svo er það spurning með kvöldmatinn ..... Hvað er sniðugt að hafa? Sé til fyrst eldabuski númer eitt er farinn yfir höfin sjö þar sem yngismeyjar og sveinar eru opin fyrir öllu. Risahumrar, snitsel og entrecote steikur sem lafa út af diskum að ógleymdri kókosmjólk og Pinja kolada!

Þeir lenda ekki fyrr en um og uppúr miðnætti svo ég heyri ekkert í elskunni fyrr en á morgun eftir erfiðan og stífa flugdag. Alicante - Madrid - Lissabonn - Natal og inn á hótel.

Segi ekki meir og bið guð um að gæta ferðalanganna!

1 Comments:

Anonymous Anónimo said...

Thíhíhí...nú una börnin þín sér örugglega rosalega vel og væntanlega minna um rifrildi... eða hvað?
Nú ættu þeir að vera lentir er það ekki...hvernig væri að þú bjallaðir á þá...ef þú ert á annað borð vakandi.... elskan þín verður örugglega glaður :)

25 mayo, 2006 00:15  

Publicar un comentario

<< Home