domingo, mayo 07, 2006

La la la Leikur litli bleikur

Til gamans þá sá ég þennann ofurskemmtilega leik á síðu erlends bloggara!

1. 4 störf er ég hef sinnt;

Uppvöskunarstúlka á Rancho Blanco
Humarrunnkari í Meitlinum
Neftóbakskennari hjá neitendum
Freelance Hugvísindaleikari

2. Fjórir staðir er ég hef búið á;

Þorlákshöfn the city of sand and good smell
Mariager rosenes by, for helvede man de var kjempegodt
Long Island not my kind of shit ...
Cabo Roig las mejores playas de la Costa Blanca ....

3. Fernt skemmtilegt í mínu lífi;

Fara út að borða í góðum félagsskap
Vera í stuði í kjallaranum góða með penslanan mína
Hitta fræga og fallega fólkið (sure)
Vera með uppáhalds vinum mínum þegar færi gefst (buhu svo sjaldan)

4. Fjórir uppáhalds sumarleyfisstaðir er ég hef heimsótt;

Ísland er ofarlega í huga
Danmörk kemur sterkt inn ... fer þangað í júlí
Brasilía fer þangað eftir mánuð (jybbs mig hlakkar svooooo til)
Staður sem býr í hjartanu er hamingjuljósið lýsir upp!

5. Fjórir strákar sem ég hef verið skotin í

Bara einn sætur úr Þorlákshöfn sem kemur i hugann ....
Og þó, ég hef annann í huga þaðan svooo sætur
Ég verð skotin í flestum sem ég hitti jafnt strákum sem stelpum!
Maðurinn minn ég er skotin í honum alla daga

6. Fjórar ástæður þess að ég vakna á morgnanna;

Börnin mín (kemst ekki hjá því þau eru svo miklar dúllur)
Maðurinn minn (lætur drottninguna náttúrulega ekki í friði)
Lífsgleði þess er drífur hjartað áfram
Lífið sjálft, við getum sofið þegar við deyjum .....
Oooooooog þú er droppar við annað slagið, lífið er ótrúlega yndislegt.

Ekki er öll vitleysan eins, fjórir þeir sem taka þátt í þessum leik fá óvænta gjöf frá Zyrnirósinni. Já og allir þeir sem taka þátt í þessum leik fá eitthvað sætt!

Ég skal blása til þín hamingjuskýi, er lýsir upp daginn þinn, léttur hnoðri er ljúft er að leika við.

3 Comments:

Anonymous Anónimo said...

Þessi mynd er geggjuð, geggjuð, geggjuð :)

Var ég ekki með þennan klukkleik um daginn, held ég sé búin að verann ... hann var allavega svipaður ... set þetta inn við fyrsta tækifæri ef svo er ekki.

*strúkasvitaafenni* fjúfff, ég er með alltof mörg blogg :þ

07 mayo, 2006 13:09  
Blogger Zórdís said...

Já það getur verið gaman að vera með mörg blogg......þekki svona svitaköst og neita að það sé breytingaraldurinn....thi hi hi!

Já, þessir klukkleikir eru allir svipaðir en mig vantaði fjölbreytni á bloggið mitt sem hefur einkennt myndir og bara myndir undanfarið. Þessi bolla átti að vera á IF þessa vikuna en svo valdi ég aðra.....

07 mayo, 2006 20:26  
Anonymous Anónimo said...

Þessi er kúl, ég fæ væntanlega að koma í kjallaraskoðun hjá þér bráðlega? En hvernig er það, ertu búin að mynda allar nýju myndirnar? Á ekki að fara að setja inn á aðal-heimasíðuna?
Knús til þín, vona þú hafir átt góðan dag!
P.S. Sé til hvort ég setji inn spurningaleikinn....kannski á eftir þó klukkan sé eiginlega orðin háttatími!!

08 mayo, 2006 00:10  

Publicar un comentario

<< Home