lunes, mayo 22, 2006

Hvíslað í eyra ....


Það má segja að þessi mynd eigi við núna. Ég er búin að vera svolítið undrandi með sjálfri mér vegna viðbrögðum eða tjáningu vina minna.

Hverjum getum við treyst þegar upp er staðið. Sagan sem Imma Galimma sagði á sínum tíma. Aldrei að treysta neinum fyrir því sem hvílir á hjartanu þar sem það verður notað gegn þér þegar verst stendur á!

Kanski full mikil Drama Drottning núna en tilfinningarnar eru engu að síður eins og jójó ..... Brosi og hugsa, þetta er ofmetið og eða ég þarf að bæta mig en þetta er ekki satt!

Sumir nota aðstæður gegn þér þótt þú haldir að þeir séu samferðamenn þínir í blíðu og stríðu.

Svo hugsar maður ..... þetta skiptir engu máli, skreytni og skríll á ekki upp á pallborð. já, af hverju erum við að veltast um í þessum vesæla gerfiumhverfi, gera öllum til hæfis og fá svo bara blammeringar í staðinn. Hverjum getum við treyst, hver er sannur og hver er heill. Í draumi þá koma lausnir og svör og nú bið ég guð minn heilaga um að senda mér lausn til að losna undan oki vafans. Það er heldur ekki rétt að bera í hjarta efa og vafa um einhverja manneskju sem er heil og sönn.

Já lífið er ekki alltaf auðvelt og þó. Lífið sem ég lifi eru verðlaun fyrir hvern þann er hefur upplifað hungur, fyrir hvern þann er hefur skort gleði og fyrir hvern þann er neitar sér um gleðihliðar þessa yndislega lífs. Amma min á himnum kemur til mín og hristir þetta af mér!

8 Comments:

Anonymous Anónimo said...

Hver og einn er eins sannur og heill og maður sjálfur - svo einfalt er það.

Veit nú ekki hvort orð Immu eru sönn eða rétt - vona að svo sér ekki.

-annars er fullt af gleði í myndinni þinni ... ég hefði haldið að um gleðifréttir væri að ræða.
Það er ekki allt sem sýnist.



Knús til ykkar í sólinni :)
Það er kuldakast á Íslandinu góða ... brrr.

23 mayo, 2006 09:50  
Blogger Zórdís said...

Frétti af naeturfrosti og kuldabola. Hrísl ......

Já, svona er þetta þegar sannindin eru túlkuð á sinn háttinn. Betra er að þegja en orðin segja.

Það er einsgott að umgangast ekki slæmt fólk því þá er maður ósjálfrátt smitaður af því sama ef allir eru eins heilir og sannir og maður sjálfur! Já það er gott að takast á við hugann, þú kemst oft nær jörðinni við svona kringumstæður!

Gísli á Uppsölum var einn þó ekki aleinn! :) því hann komst í himnaríki "vonandi"

Knús til baka í kuldann ....

23 mayo, 2006 12:55  
Anonymous Anónimo said...

Jey ... Gaman að sjá forsíðuna á Illustration Friday :)

23 mayo, 2006 16:27  
Blogger Zórdís said...

Hummmmmmm, já ekki er öll vitleysan eins!

23 mayo, 2006 17:09  
Anonymous Anónimo said...

Já hún er skoho flott á forsíðunni, vægast sagt og átti það vel inni :)
Svo er það bara framhaldið... forsíðumyndir út um allt og allsstaðar ;)

En ég verð að vera sammála Lísu með fréttirnar, lítur út eins og gleðifréttir :)

Knús til þín*

23 mayo, 2006 17:59  
Blogger Zórdís said...

Ekki er allt sem sýnist .....

og ekki eru allt fréttir. Kúnstin að kunna að halda sumu út af fyrir sig er kennir okkur hinum að segja ekki of mikið.

Það sem fuglinn hvíslar flýgur áfram það er víst!

Það sem þú vilt að fréttist skaltu hvísla í einhvern og það sem þú vilt að fréttist ekki er þitt eigið aum og betra að þegja en orðin að segja!

23 mayo, 2006 19:12  
Anonymous Anónimo said...

... bara muna hverjum hvíslað er, stundum er hvíslað hvippinn og hvappinn...

Hey ... þú átt póst - bíð spennt eftir svari!

23 mayo, 2006 22:55  
Blogger Zórdís said...

já og ég takka fyrir saumapóstinn ... kanski ég gerist dömuleg og nái mér í nokkur upplög af bindi ....

24 mayo, 2006 00:39  

Publicar un comentario

<< Home