jueves, enero 12, 2006

Ég skal murka úr þér lífið .....

..... þangað til algör eyðing á sér stað.

Hrollur sem þó er komin niður fyrir rollumörk og "Operation Kill" fullkomin.

Lúsin er einn af óbjóðslegri meindýrum sem ráðast á okkur, sem sjúga úr okkur blóðið og lifa á okkur sér til saðningar. Hreint hár er tilvalið og börnin mín urðu fyrir valinu á kvikyndinu.

Flestir eru sennilega byrjaðir að klóra sér en það er eðlilegt að þegar minnst er á lús að okkur klægi, sem er þó skrítið því að þegar orðið njálgur er sagður, klægjar fæstum rassagatið.

Hroðbjóður, já að vera svei mér þá að fjalla um þetta. Svona er "etta" bara!

Við komum heim úr skólanum kl.16:45 og mín snoðaði drenginn sem var grár af lús.....Prinsessan var ekki eins ílla útleikin, fann eitt stykki eða svo og við útrýmdum vinkonunni. Nú eru allir sofnaðir og eina lúsin sem leikur lausum hala er ég sem er á milli þess að mála, skrifa og klóra mér.

Já hún lúsý klikkar ekki í ár. Höfum sloppið vel síðastliðin ár en í ár duttum við í lúsarpottinn. Þess má geta fyrir þá sem ekki vita að lúsin leitar í hreint höfuð því hún er snyrtipinni eins og flestir mannanna.

ég sendi ykkur lúsarkveðjur, scrats, klór, hrolllurm æji og greyið börnin það er ekki eins og maður sé lúsaberri.....................eða hvað?

4 Comments:

Anonymous Anónimo said...

úff ... ég er að klóra mér.
Gangi ykkur vel að losna við lúsina.

Lúsarknús

12 enero, 2006 11:12  
Blogger Zórdís said...

Eins og þetta er núna þá lofar eyðingin góðu!

scratsssing my ears off!

12 enero, 2006 15:43  
Anonymous Anónimo said...

He he...mig er búið að klægja frá í gær þegar ég fékk lýsinguna beint í æð....

12 enero, 2006 18:09  
Blogger Zórdís said...

Gott að þetta er ekki flöt lús.

lol

djís hvað maður er nú lummó en að lummum þá var Ragga Gísla góð í Lummunum......

12 enero, 2006 20:53  

Publicar un comentario

<< Home