martes, enero 03, 2006

Reykingabann ......

....Gott og blessað þessi nýju lög um reykingar á opinberum stofnunum og á almennum stöðum. Fólk virðist taka þessum með báðum lungum á meðan aðrir hefðu kosið annað.

Hádegisverðinum lauk yndislega í dag en mín fór ásamt tveimur kærum starfsfélögum á besta asíuveitingastað "ever" hér á þessum slóðum Costa Blanca strandarinnar. Varla í frásögur færandi nema það að 2 af þrem reykja og mín er ekki í meirihlutanum :D

Til að gera langa sögu stutta langaði félögum mínum í reyk á milli rétta, enda vanir því.......en og aftur en BANNAÐ. Skáeygðu, þjónustulipru vinir okkar voru mjög yndislegir og umburðalindir og komu með öskubakka við lok máltíðarinnar þegar að aðrir gestir staðarins voru á bak og burt og létu þrjú kampavínsglös fylgja með...

Þetta kalla ég Gleðilegt Nýtt ár!

Hugsanlega var reykurinn góður líka.

Og á handahlaupum óska ég Sigurrós til hamingju með prinsinn sem kom um hádegisbil í dag. *heimildir sóttar á centralinn.

4 Comments:

Anonymous Anónimo said...

Til hamingju með daginn :)

04 enero, 2006 12:02  
Anonymous Anónimo said...

til hamingju með daginn sæta!!!

04 enero, 2006 19:47  
Anonymous Anónimo said...

til hamingju með daginn sæta !!!!

04 enero, 2006 19:47  
Anonymous Anónimo said...

Til hamingju með afmælið :)

05 enero, 2006 02:08  

Publicar un comentario

<< Home