jueves, enero 05, 2006

3 og 7 +1 dagur .....

Frúin er að líða inn í aldur foreldra og æðri mátta. Frúin er sátt og sæl við aðstæður. Lífið hefur tekið góðum breytingum sem ekki hægt er að kvarta yfir.

Dagurinn í dag var tekinn með ró.....2 myndir sem unnið hefur verið að kláruðust, gaman, gaman, ekki hægt að neita. Nú er smá hvíld en unnið er að mynd sem heitir 3 og 7 og er frúin í aðalhlutverkinu.

Þrettándinn er á morgun og langafi minn hefði orðið eld, hund gamall ef honum hefði verið hugað líf þeirra sem lifa að eilífu. Ekki það að hann lifir góðu lífi á hinum elskandi stað.

Afmælisdagur frúarinnar var í alla staði yndislegur..........mín svaf yfir sig, vakanði kl.10:30 við Húna Konung og hóf frásögn af draumförum um 5 kg sveinbarn sem fullorðnir vinir mínir ólu............vakanði og þurrkaði þreytt augun en mín tók ákvörðun að vaka fram yfir fæðingartimann (04:25) og málaði frá sér augu og vit....

Nýjar myndir hafa því litið dagsins ljós á www.zordis.com Hef ákveðið með snillingi Björkinni að breyta aðeins heimasíðunni svo að nýju myndirnar birtist jafnan fysrt. Seldi myndir í dag...................jamm..................er glöð..............fer til Íslands fljótlega..............ef mið er tekið af eigin spádómu :D Svo ótrúlega heppin að vita stundum meir en ég sjálf..............gleður mig :D jammmm.....að eiga ykkur öll að!

Oooooogo að sjálfsögðu skálaði frúin í kampavín á sjálfan heiðursdaginn. Vorum boðin í heiðurskvöldverð til Zólfarans og þar var boðið upp á ljúffengan snæðing og með þvi oooooooooooooooooog það ljómandi besta í eftir rétt.......kampavín!

Góður guð er með okkur nú sem ávallt!

5 Comments:

Anonymous Anónimo said...

Hlakka til að sjá 3 og 7

Flotta að láta nýju myndirnar birtast fyrst og meiriháttar flottar nýju myndirnar, skemmtilegir litirnir.

Til hamingju með söluna :) Nú er mín að verða þekktur málari...það kom að því :) Seg mér meir.. hvaða mynd?

06 enero, 2006 05:16  
Blogger Zórdís said...

Það eru 2 af nýju myndunum. Enn liggur valið fyrir með 4 til viðbótar sem þurfa inn á síðuna! Nóg að gera við pennslaþrif...

Ástarknús til þín, nú syngur Emilíana fyrir mig í morgunroðanum!!! Sjáumst svo fljótlega!!!! (hvolfdi bolla, og ekki lýgur hann né sá sem les í hann)

06 enero, 2006 11:35  
Anonymous Anónimo said...

Það passar vel að þú hlustir á Emilíönu ... tónlist er myndlist og myndlist er tónlist.

hmmm... sjáumst ...verður það kannski í febrúar?

06 enero, 2006 12:56  
Blogger Zórdís said...

Kanski eda fyrr...... :D

06 enero, 2006 14:24  
Anonymous Anónimo said...

Frábært!!, -og ekki verið að segja manni frá því...dularfulla kona!!!

Sala og ferð, þarna eru tvö atriði sem ég er alsíðust til að frétta!!

Hmmmm....hvað er í gangi eila?

06 enero, 2006 17:44  

Publicar un comentario

<< Home