lunes, enero 16, 2006

1. dagur í 3ju viku ...

... Svo nýr og ferskur en samt svo gamall í senn. Þeir sem fæðast fyrir mómentið verða gamlir á því sama. Hugsun kemur og fer, hugsun kemur ekki, kemur og fer!

Hugmynd þess bliks sem vefur alheimsaugað, sársauki tímans er líður hjá. Eitt sinn ung sem dögginn að morgni síðar sem leiðandi kvöldljós ungra barna.

Hér sit ég sæl og glöð í sálinni. Glöð þar sem vinkona mín Björkin hefur fengið góðar fregnir, sæl þar sem í vitund var þetta undur eitthvað sem koma skildi.

Ég ég ætti mér stund, ef ég ætti mér mál þá teiknaði ég hjarta í kring um hjarta þitt. Við værum eitt, þú og ég.

Kona eða Maður, þú og ég = eitt

Það er gaman að vera til, það er gaman að vænta morguns!