martes, diciembre 20, 2005

Ektamaðurinn í nettu áfalli ...

... Það er ekki mikið sem kemur karlástinni minni úr jafnvægi og hvað þá í nett áfall yfir kvenlegum þokka konu sinnar.

Thi hi hi .... Það er nú varla talandi um þetta en þar sem ég tel mig búa svo fábrotnu sígaunalífi þá er mín í svona Bridget Jones fílíngi þessa stundina og notar "brækur" undirfatnað í stíl við þegar Jones og Hugh voru að kela í fyrsta skiptið ..... thi hi hi.

Vissulega gaf guð okkur augu til að sjá eða hendur til að finna og minn maður rak augun í nýja undirfatastílinn minn og gapti af undrun. Frúin hans vön að vera með hálfan bossan berann og komin í þessi líka húts undirföt. Svei mér það er náttúrulega ekki að spyrja að hlutunum.

Til að halda loganum tindrandi þar að skerpa. Í eða án undirfata skiptir kanski ekki mestu máli en sjaldan hefur þrýstni kroppurinn fengið jafn mikla eftirtekt.

Nú er Dúdda frænka komin til himna og blessuð sé minning hennar, það styttist til jóla og mig langar að senda henni Lísu minni þakkir fyrir fallega Sálma sem mér bárust í dag.

Lífið er undursamlegt, það er ekki hægt að þakka nóg fyrir það sem við höfum og það sem við erum Ooooog samt förum við í fílu og högum okkur eins og smá krakkar.

Í kvöld faðmaði ég manninn minn eins og aldrei áður, sagði honum að ég elskaði hann og brosti þar sem undirfatnaður móður gæti nýst í þokkalegasta segl skútunnar sem siglir í hjartanu.

Góða Nótt og Sofið Rótt!

3 Comments:

Anonymous Anónimo said...

lol og þá er bara að senda ektamakanum föðurland...

...en jólakortið sem vantaði í umslagið...það kemur bara á næstu jólum.

Sofðu rótt og góða nótt

20 diciembre, 2005 01:04  
Blogger Zórdís said...

Smús kvedjur til zín. Ég er búin ad hlusta á Sálmana í allt kvöld. Táradist vid lag 3 og 4, svo fallegt. koss á zína fögru kinn mín kaera vinkona.

20 diciembre, 2005 01:29  
Anonymous Anónimo said...

Svo ektamaðurinn nær enn að fá áfall? Hélt það væri erfitt eftir svona margra ára sambúð með jafn sérstakri konu og þér, alltaf að koma á óvart.....

Knús til þín*

20 diciembre, 2005 21:16  

Publicar un comentario

<< Home