martes, noviembre 08, 2005

Þegar ljósin renna ...

... verður jafnan bjart!

Snillingur sem bíður jóla, sem sleikir út um með fiskbragð í munni. Hermikrákur eru og verða dundur og yndi Frúarinnar og hef ákveðið að herma eftir eðalvinkonu minni Lísu skvísu jóladúkku. Það má með sanni segja að jólin séu hvorki sýnileg né heyrileg á Suðurströndinni á Spáni.

Engum hefur dottið í hug að raula lagstúf ættaðann frá því ylhýra ástkæra. Ég bara spyr hvað jólin séu og afhverju. Einhvern tímann skrifaði ég smá stúf um hvað jólin væru mér og var það nokkuð auðvelt að rifja upp. Þau eru ekki "geðveik" markaðssetning kaupmann, þau eru ekki eintómar gjafir og veitingar og svo mætti lengi telja. Gjafaflóðið verður æ meira og kostar smælingjana meir og meir. Veit meir að segja til fólks sem tók víxil fyrir hver jól til gjafakaupa til að vera ekki lummó um þessi eða hin jólin.

Ég er ekki beint svona banneratýpa enda kann ég ekki að setja þá inn :D Viðurkenni það með rauða nefið en það er ekki vegna kulda heldur kampavínsþambs :D thi hi hi .... Vissulega kemur yfir spánlendingana = íslendingar búsettir á Spáni, jóla eitthvað sem er þó ekki í þeirri líkingu sem frúin þekkir frá heimalandinu.

Það sem stóð upp úr þegar skrámur voru á hnjám og hor í nös var einmitt að fara í miðbæ Reykjavíkur í Rammagerðina og skoða jólasveinana og ljósin í rökkrinu sem er hvergi eins fagurt og á Íslandi. Já "that were those days" fyrir ca. 31 ári .... but who is counting :D

Jafnan kemur það manni til munns sem frá honum fellur og það er fiskhlaðborðið sem tengdamamma föndrar fram af mikilli snilld. Jólin eru dásamlegur tími hvíldar og samveru þar sem fjölskyldan kemur saman og skrafar fram eftir kvöldi út hátíðina. Já svo ég gleymi nú ekki aðalinu á jólunum þá er það soðið sem kjötbollur eru soðnar í ásamt hinum ýmsa gúmmelaði. Jólin í sinni einföldu mynd eins og þau gerast best.

Auðvitað er smá hringlandi á börnunum þar sem sá feiti rauðklæddi hefur vaðið upp kantinn en hann fær ekki jafn mikla athygli hér sem víðar. Mætti ég biðja um eina kóka kóla og jafnvel mandarínu ...... og hugsanlega alíslenskt Nóa konfekt.

Jólaljósin renna fyrir augum mér og hátíðin ilmar í hjarta. Megi sá almáttugi gefa okkur góða daga í dag sem aðra daga.

4 Comments:

Anonymous Anónimo said...

Ég hlakka til jólanna.

08 noviembre, 2005 14:40  
Anonymous Anónimo said...

Ég hlakka til jólanna.

08 noviembre, 2005 14:40  
Blogger S r o s i n said...

...það er ekki annað hægt en að hlakka til jólanna þegar maður hugsar um að vera búin að öllu og fara á laugarveginn, velbúin fyrir kuldann, fylgjast með hinum sem eru hlaupandi í jólagjafaleit... en maður bara saliróleg og endar svo inn á kaffihús til að fá sér heitt súkkulaði...mmmm góð tilhugsun :)

08 noviembre, 2005 21:40  
Anonymous Anónimo said...

vaeri til í kaffi og Grand á einhverju kaffihúsinu og vaeri alveg til í ad anda ad mér íslenskum jólum zví zad er zad sem býr í hverju íslensku barnshjarta. Mïn börn búa vid adra tilfinningu sem zau kynna sídar mínum ömmubörnum ......

09 noviembre, 2005 14:53  

Publicar un comentario

<< Home