miércoles, junio 08, 2005

Drengur um Dreng

Sá hjartkæri er búin að kveinka sér í hægra eyranu 2 morgna í röð. Móðurhjartað var ekki rótt núna seinnipartinn í dag þar sem drengurinn grét krókódílatárum. Var íllt í hægra eyranu og kveinkaði sér í vinstra auganu.

Það vill svo ílla til að hann hefur fengið stungu af moskító tvisvar á sama svæðið og hefur þ.a.l. bólgnað verulega upp og virðist drengurinn eins og eftir slagsmál.

Snótin setti Lovernum fyrir og fóru feðgarnir til dokksa sem skoðaði bæði eyra og auga. Þegar að eyrnaskoðun var lokið brosti snúðurinn og sagði að honum væri ekkert íllt í eyranu. "bara að plata" en vegna augans fékk hann áburð og við eygum að fara aftur á morgun ef bólgan hefur ekki hjaðnað til að fá móteitur á "#$# moskítóið.

Lítill prakkara engill að plata móður sína. Þykjast vera íllt eyranu, kreista fram tár til að fá faðm og koss.

Litli engill ég elska þig líka.

2 Comments:

Blogger S r o s i n said...

Æi, þauð eru svo yndisleg, blessuð krúttin! Vonandi batnar honum í moskítóbitunum, hundleiðinlegar þessar flugur!

09 junio, 2005 11:22  
Blogger Zórdís said...

Frekar leiðinlegar, svo vildi hann endilega horfa á pöddulíf í morgun og talaði í sífellu um hvað moskíto væru vondar og ljótar og hvort maurar væru ekki góðar og hvort maurar væru nokkuð að bíta fólk......Miklar pælingar sem drengurinn var að íhuga og horfði á alla pöddulíf svo þeir feðgar voru kyrrsettir heima fyrir í morgun. Æj þessi börn eru svo ljúf. *dæs*

09 junio, 2005 15:09  

Publicar un comentario

<< Home