lunes, septiembre 05, 2005

Kalli á Þakinu ...

Er frábær sýning ....

Við fórum á leiksýningu í gær Sunnudag og sáum frábæran leikþátt sem hélt athygli barnanna allann tímann. Meir að segja sonurinn stórhrifinn!

Það verður að segjast að litli 5 ára ljósgeislinn minn sé orðinn þreyttur á íslenskunni svona stöðugt. Hann er farinn að tjá sig á íslenskunni eins og lítill villimaður. Ég vil fá ......., Ég elska þig, ojbarasta (voða vinsælt orð) góðann daginn og svo framvegis. Í gær sagði hann við mig æji mamma talaðu við mig á spænsku. "Mama habla me en espanjoll"

Er búin að loka mig inni að mála hér á Íslandi og hef varla hitt hræðu eftir að loverinn brá sér til Spánlendinganna. Er ég hræðilegur vinur eða hvað ????

Nú styttist í brottför en það er jafnan tilhlökkun að koma aftur heim til síns heima. Bara tilhlökkun sem dælir eldrauðu blóðinu áfram í mjúkum kroppi Snótar.

1 Comments:

Anonymous Anónimo said...

Var að klára eina.....eða nánast, þarf smá stíliseringu og svo er það komið. Mála aðra í kvöld þannig að þetta verður allt puðrandi blautt. he he he

05 septiembre, 2005 18:53  

Publicar un comentario

<< Home