viernes, septiembre 02, 2005

Allt tilbúið ...

... fyrir nýtt myndefni.

Fyrst þarf að klæða soninn sem syngur el búgí búgí, með hor í nös.

Síðan bæta á kaffilús.

Vinda sér í uppáhaldsmyndefnið.

Vinna að sýningu með Tolla. He he he he

Taka faðmlag dagsins og vinda sér svo í verkefnið.

Var vakin snemm-morguns við símann er ég tók ekki, fólk hefur ekkert hringiþol eða er óþolandi kurteist. Ég hugsaði, "hvernig hljómar svefndrukkin rödd mín" ábyggilega eins og, "kona sem þambað hefur whisky all night long". Ég ræskti mig og tók símann sem sagði bííííííb og annað. Fyrir þetta vaknaði ég og sá fagran morgun Íslands sem enginn staður á jörðu getur sýnt eins vel og Þorlákstown.

Skyldu allir vera sammála.

Fegurð er það sem býr í hjarta hvers og eins, fegurð er afstæð og spennandi, fegurð er það sem geislar að innan, Fegurð er það sem við leifum huganum að deila til hinna. Látum aðra njóta fegurðar þess sem býr í brjósi okkar.

Dagurinn í dag er merki fegurðar, látum alla njóta hennar!

1 Comments:

Blogger Zórdís said...

Kláraði myndina og heitir hún lífsgjöf.....

Það sem kemur að innan og beint frá hjartarótum er jafnan best!

Önnur Íslandsmyndin í ferðinni, sú fyrri heitir þankar og verður gefin blaut á morgun.

02 septiembre, 2005 22:18  

Publicar un comentario

<< Home