martes, septiembre 20, 2005

Heilmikið að ákveða ...

... ef það er ekki eitt þá er það eitthvað annað.

Ég bý svo vel að hafa Loverinn að ég get hvergi þakkað nóg. (rífst örugglega við hann í kvöld þ.e. í flestum tilfellum er ég dásama hann þá fer hann í pirrurnar á mér). Fyndið ekki satt að dásama einhvern og nánast þola ´ann ekki um kvöldið. Það er þannig mál með vexti að Loverinn er á leið til Orihuela að kaupa skó á börnin og ég ákvað að treysta honum svo ég get ekki kvartað. Alls ekki kvartað. Bara má það ekki því en ég mun hins vegar segja mitt ósnerta, fágaða og quality álit.

Tískulöggan er jafnan hörð og spurning hver verður tekinn í bakaríið. Eððððða að maðurinn hljóti heiðurinn skófasion man of the year.

Við erum með gífurlega ólíkan smekk á skóm sem öðru. HOnum finst sumt fallegt sem mér finst ógeð og öfugt. Það er kúnst að klæða heimilið með jafn ólíkan smekk og verð ég að viðurkenna að það er með ólíkindum hvað ég er ánægð með það sem við höfum þó í sameiningu valið.

Svona er lífið dásamlegt .................. hlakka til að sjá skóna sem keyptir verða, því er ei að neita.

Oooooog svo eitt hjúts knús í lokin

2 Comments:

Blogger S r o s i n said...

Hehe.. gott að sjá að það eru fleiri pör með svona ólíkan smekk!

Úff, ég og minn erum eins og svart og hvítt í mörgu!

Vonandi endaði þetta ekki illa...

21 septiembre, 2005 17:25  
Anonymous Anónimo said...

Zad var ekki farid svo zad var allt í gódum gír um kvöldid. Mïn ad mála og hinir vid sína idju.

22 septiembre, 2005 19:43  

Publicar un comentario

<< Home