sábado, abril 01, 2006

Minnkandi Manneskjur

Spurning að taka fyrir mynd og eiga svo eina eftirmynd. Væri snilld að gera það og helst á ofurskræpóttu bikiní. Ég þarf að koma mér í þetta, stilla myndavélina og velta mér eins og vænsti fýsibelgur í hverfinu mínu.

Já, það yrði sjón til næsta bæjar ..... félags.

3ji dagurinn minn hefst í dag en mín ákvað á Íslandinu góða að smella sér í hóp þeirra mörgu sem minnka daglega með aðstoð Herbalæf. Hef prófað það áður og náði að skræla af mér allnokkur kílóin og það var ekki vont að stíga á vigtina í morgun og sjá bendilinn á öðrum stað.

Hægt gerast góðu hlutirnir og það sama má segja um fæðingu bjútí kvínsins, hún er þarna inni ofurþolinmóð eiginlega orðin móð á öllu þessu þoli .............

Ekkert hefur verið bloggað um hríð en það má kenna vinnunni okkar um það "smil" ég hætti með zyrnirós á central þar sem ég vil ekki að minniháttar atriði í lífi mínu komi mér úr jafnvægi. Kanski ég eigi að tileinka mér Geðorðin 10 þegar ég kommenta í þessu helsta leiðinlega central.

Men Men (á norsku) eins og Húni segir svo oft ...... ég segi Men Men og hugsa bara um tippi.

Já, Drottningin í mótun, minnkandi manneskjum er best að lifa!

4 Comments:

Anonymous Anónimo said...

Það er gaman að vera í átaki ef hugarfarið er jákvætt gagnvart því!

Knús og velkomin enn og aftur hingað til baka!

01 abril, 2006 13:36  
Blogger Zórdís said...

Alltaf að mjókka, vona bara að ég rokki feitt áfram ...... thi hi hi

Var að kaupa 3 striga fyrir smá tilraunir .......

01 abril, 2006 15:03  
Anonymous Anónimo said...

Láttu ekki mjónuþörfina samt taka úr þér allt gleðigen ... rjómi með salthnetum og súkkulaðirúsínum er það allra besta á ánægjuvogina ;)

Myndin þín var einmitt til umræðu áðan og sá sem skoðaði hana var stórhrifin og sagið að myndirnar þínar væru gleðigjafar ... hann mundi eftir "Afríkudönsurunum" þínum sem voru lengi vel upp á vegg hjá mér og vöktu ómælda athygli á sínum tíma ... þessi tiltekni maður tekur ekki mikið eftir umhverfi sínu en þú hefur fangað athygli hans :)

01 abril, 2006 18:00  
Blogger Zórdís said...

Gaman að heyra það. Ertu búin að mála?

Var að þrífa íbúð til útleigu, já það sem þessi drottning tekur sér ekki fyrir hendur er fátt! Ekkert of smátt til að fá drottningar touchið.

Touch, gæti gert fyrir þá forsíðmynd! Vá og svo er ég líka uppfull af góðum hugmyndum!!!!!!

Knús til þín elsku Lísa.

Og by the way, Afríkudansararnir eru upp á háalofti í myndarekka.

Svo dreymdi mig Sigrúnu Huld og Hörpu Lind í nótt!

01 abril, 2006 18:08  

Publicar un comentario

<< Home